Almenn umsókn um bílstjórastörf

Samskip óska eftir bílstjórum í akstur og dreifingu vöru innan höfuðborgarsvæðisins sem og á landsbyggðinni.

 

Hæfniskröfur bílstjóra:

 • Meirapróf er skilyrði og réttindi til þess að aka með tengivagn er kostur
 • ADR réttindi til flutnings á hættulegum farmi er kostur
 • Gerð er krafa um sterka öryggisvitund, góða ástund og samviskusemi
 • Stundvísi, heiðarleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Umsækjendur verða að hafa hreina sakaskrá
 • Reynsla af akstri dráttarbíla er kostur

 

Við leggjum metnað okkar í að afhenda viðskiptavinum vörur skjótt og örygglega hvert á land sem er og til þess þurfum við öfluga og snjalla bílstjóra.

 

Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst og óskað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn ásamt öðrum gögnum s.s. afrit af ökuskírteini sem og réttindaskírteinum og ökuferilsskrá sem hægt er að nálgast á næstu lögreglustöð.


 

 

Deila starfi
 
 • Samskip hf.
 • Kjalarvogur 7-15
 • 104 Reykjavík
 • Sími: 458 8000
 • Fax: 458 8100
 • samskip@samskip.is