Almenn umsókn um störf á Norðurlandi

side photo

Á starfsstöðvum Samskipa á Norðurlandi eru margvísleg störf  m.a. störf bílstjóra, almenn störf í vöruhúsum ásamt fjölbreyttum störfum á gámavelli.

 

Starfsfólk í vöruhúsi

Starfsfólk i vöruhúsi sér um móttöku og afgreiðslu á vörum, taka til og afgreiða pantanir ásamt öðrum tilfallandi verkefnum sem tilheyra í vöruhúsi. Krafa er gerð um gilt bílpróf og lyftararéttindi er kostur.

 

Meiraprófsbílstjórar

Bílstjórar sinna akstri og dreifingu vöru innan svæðisins sem og milli landssvæða. Meirapróf er skilyrði, ADR réttindi og réttindi til þess að aka með tengivagn er kostur

 

Störf á gámavallarsvæði

Starfsfólk á gámavelli sér um losun og lestun skipa, meðhöndlun gáma og afgreiðsla. Krafa er gerð um bílpróf og lyftararéttindi er kostur

 

Hæfniskröfur starfa

  • 18+
  • Hreint sakavottorð
  • Rík þjónustulund og sterka öryggisvitund
  • Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska
  • Góð samskiptahæfni og framkoma

Áhugasamir, konur jafnt sem karlar eru hvattir til að sækja um. Umsækjendur eru beðnir um að senda ferilskrá ásamt afriti af ökuréttindum, réttindaskírteinum og ökuferilskrá með umsókn eins og við á. Umsóknin er geymd í 6 mánuði, eftir þann tíma er henni eytt. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.