Sumarstarfsmenn í vöruhús

Við leitum af dugmiklu starfsfólki til þess að standa vaktina í vöruhúsum okkar í sumar.

 

Helstu verkefni:

 • Móttaka og afgreiðsla á vörum
 • Tiltekt og afgreiðsla pantana
 • Önnur tilfallandi störf sem tilheyra í stóru vöruhúsi

Hæfnikröfur:

 • Bílpróf er skilyrði og lyftarapróf er kostur
 • Rík þjónustulund og sterk öryggisvitund
 • Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska

Mikilvægt er að sumarstarfsmenn séu tilbúnir að vinna samfellt í 10 vikur. Starfsmönnum mun standa til boða að sitja vinnuvélanámskeið í byrjun sumars. Umsóknarfrestur 10.apríl.

Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð.

 

Deila starfi
 
 • Samskip hf.
 • Kjalarvogur 7-15
 • 104 Reykjavík
 • Sími: 458 8000
 • Fax: 458 8100
 • samskip@samskip.is