Almenn umsókn um bílstjórastörf

side photo

Við leggjum metnað okkar í að afhenda viðskiptavinum vörur skjótt og örugglega hvert á land sem er og því erum við reglulega með augun opin fyrir öflugum og snjöllum bílstjórum í teymi okkar. Bílstjórar Samskipa sinna akstri og dreifingu vöru innan höfuðborgarsvæðisins sem og á landsbyggðinni.

 

Almennar umsóknir eru m.a. skoðaðar fyrir laus störf bílstjóra. Ef reynsla og hæfni umsækjanda er talin nýtast í laust starf er haft samband við viðkomandi.

 

Hæfniskröfur bílstjóra:

  • Meirapróf er skilyrði og réttindi til þess að aka með tengivagn er kostur
  • ADR réttindi til flutnings á hættulegum farmi er kostur
  • Reynsla af akstri dráttarbíla er kostur
  • Gerð er krafa um sterka öryggisvitund, góða ástund og samviskusemi
  • Stundvísi, heiðarleiki og hæfni í mannlegum samskiptum

 

Áhugasamir, konur jafnt sem karlar eru hvattir til að sækja um. Umsækjendur eru beðnir um að senda ferilskrá ásamt afriti af ökuréttindum, réttindaskírteinum og ökuferilskrá með umsókn.

Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreina sakaskrá.

 

Umsóknin er geymd í 6 mánuði, eftir þann tíma er henni eytt. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.