Almenn umsókn um störf til sjós

side photo

Við erum reglulega með augun opin eftir öflugu starfsfólki í störf á millilandaskipum okkar.  

Almennar umsóknir eru m.a. skoðaðar fyrir laus störf á skipum okkar. Ef reynsla og hæfni umsækjanda er talin nýtast í laust starf er haft samband við viðkomandi.


Hæfnikröfur: 

 • Reynsla af sjómennsku er æskileg
 • Rík öryggisvitund og góð samstarfshæfni
 • Hafa lokið eftirtöldum námskeiðum;
  • 5 daga grunnnámskeið hjá Slysavarnarskóla Sjómanna
  • 3 daga hásetafræðslunámskeið frá Tækniskólanum
  • 6 mánaðar siglingartíma á flutningarskipi
  • Hafa alþjóðlegt atvinnuskírteini frá Siglingarmálstofnum sem "Rating navigational watch"

 

Umsækjendur eru beðnir um að senda ferilskrá ásamt afriti af réttindum með umsókn. Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreina sakaskrá.

 

Umsóknin er geymd í 6 mánuði, eftir þann tíma er henni eytt. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.